• 7fr9czyw

Jólakveðja frá Rauða krossinum í Kópavogi

19. desember 2014

Við hjá Rauða krossinum í Kópavogi viljum óska öllum okkar sjálfboðaliðum og samstarfsmönnum gleðilegra jóla. Einnig viljum við senda samstarfs- og styrktaraðilum sem og landsmönnum öllum okkar bestu jólakveðjur.

Við viljum þakka ykkur öllum fyrir gott samstarf á árinu á sama tíma og við óskum ykkur farsældar á nýju ári. Við hlökkum til að sjá ykkur á nýju ári og takast á við spennandi verkefni í sameiningu.

Eigið yndislegar stundir yfir hátíðirnar og njótið þess að sitja inni með kakó og kertaljós á meðan jólasnjónum kyngir niður. Við hittumst síðan endurnærð á nýju ári!

Rauðakrosshúsið í Kópavogi, að Hamraborg 11, verður lokað vikuna 22.-26. desember.