• _SOS7379-Edit

Ný stefna Rauða krossins í Reykjavík

22. desember 2015

Stjórn Rauða krossins í Reykjavík hefur samþykkt nýja stefnu fyrir deildina til næstu fimm ára. Í stefnunni er lögð áhersla á einingu félagsins og valdeflandi stuðning við berskjaldað fólk í öllum hverfum borgarinnar.

Í stefnunni segir meðal annars: „Deildin bregst við brýnum þörfum fólks sem býr við þrengingar í þeim tilvikum sem opinber stuðningur er ekki til staðar eða nægir ekki. Deildin greinir reglulega þörfina í nærsamfélaginu, og getu Rauða krossins til að mæta henni, og hagar starfi sínu í samræmi við niðurstöðuna.“

Samkvæmt stefnunni beinist hjálparstarf Rauða krossins í Reykjavík einkum að þremur hópum; jaðarhópum, það er fólki sem er jaðarsett í samfélaginu af ýmsum ástæðum svo sem vegna fíknar, heimilisleysis eða geðröskunar, fólki sem býr við þrengingar, einkum þeim sem eru í þörf fyrir efnislega eða félagslega aðstoð, og innflytjendur og flóttafólk.

Áhersla er lögð á uppbyggingu sjálfboða- og ungmennastarfs, sem og samstarf, fræðslu og fjáröflun.