• 18176177_10155281706908559_1673561014_o

Ný verslun á Húsavík

27. apríl 2017

Ný verslun Rauða krossins var opnuð á Húsavík í vikunni við góðar undirtektir.

Halldór Valdimarsson, formaður Rauða krossins í Þingeyjarsýslu, opnaði verslunina með pompi og prakt eftir að sjálfboðaliðar höfðu unnið hörðum höndum af því að koma henni upp undir styrkri stjórn Guðrúnar Margrétar Einarsdóttur. Sveinn Kristinsson formaður og Kristín S. Hjálmtýsdóttir framkvæmdastjóri voru viðstödd gleðina og ráku síðustu naglana í veggi.

18159849_10155281706903559_2067389067_o

Fötin í versluninni koma úr fatasöfnun Rauða krossins í Reykjavík, en safngámar eru um allt land. Allur ágóði fer í verkefni Rauða krossins, hérlendis sem erlendis. Verkefni líkt og fatasöfnun er þannig bæði gott fyrir mannúðarmál sem og umhverfið þar sem eldri gersemar nýtast öðrum og eru endurnýttar.

Verslunin er opin á þriðjudögum og fimmtudögum á milli kl. 16-18.

18159640_10155281707103559_1021065451_o