Nýir sjúkrabílar væntanlegir
Alls munu 25 bifreiðar koma til landsins
Síðar í sumar koma 25 nýir sjúkrabílar á götur landsins, en eins og kunnugt er á og rekur Rauði krossinn sjúkrabílaflota landsins og hefur gert í um 90 ár.
Þessa dagana er verið að vinna á fullu við að framleiðslu á þeim og eins og sjá má er nýtt útlit á bílunum að ræða, svokölluð Battenburg merking sem ætlað er að auka sýnileika bifreiðanna enn frekar. Hér má sjá nokkrar myndir af bílunum.
Þessir bílar eru keyptir í gegnum Fastus ehf. að undangengnu útboði.
Inni í bílunum er allt úthugsað.