Oddfellow styrkir Konukot og Frú Ragnheiði

17. desember 2018

Í síðustu viku styrkti Oddfellowreglan tvö verkefni Rauða krossins um samtals 800.000 krónur. Styrknum var skipt milli Frú Ragnheiðar og Konukots og mun fjárhæðin koma að góðum notum fyrir starfsemi verkefnanna á nýju ári. 

Rauði krossinn þakkar Oddfellow kærlega fyrir stuðninginn.