Oddfellowar veita Frú Ragnheiði aðstoð

30. nóvember 2018

Í gær veitti félag Oddfellowreglunnar á Íslandi Frú Ragnheiðar verkefni Rauða krossins fólksbíl sem mun vera notað til að aðstoða skjólstæðinga verkefnisins við að komast í sértækari heilbrigðisþjónustu, félagsleg úrræði og vímuefnameðferðir.

Fólksbíllinn mun koma að góðum notum þar sem mikil þörf á þessari þjónustu fyrir skjólstæðinga Frú Ragnheiðar sem eru margir hverjir í sérstaklega viðkvæmri stöðu. Þessir einstaklingar þurfa m.a. aðstoð við að komast í bráðaþjónustu geðsviðs, í vímuefnameðferðir, viðtöl við félagsráðgjafa, meðferð hjá smitsjúkdómadeild eða á bráðamóttökuna.  Þá mun fólksbíllinn nýtast í að koma fólki í öruggt skjól og vinna að því að koma málum þeirra í öruggan farveg.

Rauði krossinn þakkar Oddfellowreglunni kærlega fyrir þessa aðstoð og sem mun koma að góðum notum fyrir skjólstæðinga Frú Ragnheiðar.