• 12764718_756396621157905_9208341871641759674_o

Prjónar fyrir hjálparstarf

24. febrúar 2016

Sigríður A. Ingvarsdóttir kemur reglulega frá Akranesi og færir Kvennadeild Rauða krossins í Reykjavík fullan poka af fallegum vettlingum. Þeir fara í búðir sjúkrahúsanna og seljast þar eins og heitar lummur. Einnig hefur hún komið aukaferðir í október og nóvember og gefið vettlinga á Jólabasarinn. Þetta hefur hún gert í áratugi.

Frábært framtak og kemur hjálparstarfi Rauða krossins svo sannarlega í góðar þarfir.