Raskanir á starfsemi Rauða krossins

13. mars 2020

 Í ljósi þess að í  skjólstæðinga- og starfsmannahópi Rauða krossins eru margir sem teljast til viðkvæmra hópa, mun starfsemi félagsins dragast saman næstu vikur vegna Covid-19. 

Rauði krossinn í Reykjavík minnir á að Konukot er opið allan sólahringinn á meðan Covid-19 stendur yfir og bílar Frú Ragnheiðar og Ungfrú Ragnheiðar halda áfram ferðum sínum. 

Eftirfarandi raskanir eru á starfseminni: 

 •  Afgreiðsla Rauða krossins við Efstaleiti 9 er lokuð.
 • Engin námskeið verða haldin á vegum Rauða krossins á næstunni.
 • Vin er lokað.
 • Skúrar Karla í skúrum í Hafnafirði og Breiðholti eru lokaðir til 15. apríl.
 • Prjónahópar hafa verið lagðir af. 
 • Lokað hefur verið fyrir umsóknir í Sárafátæktarsjóðinn.
 • Fatakort eru ekki afgreidd.
 • Verslun Rauða krossins í Borganesi er lokuð.
 • Búðir Kvennadeildar á Landspítalanum eru lokaðar. 
 • Verslanir Rauða krossins á Eyjafjarðarsvæðinu eru lokaðar.
 • Rauðakrossbúðirnar á höfuðborgarsvæðinu:  Búðirnar við Laugarveg 12 og Skólavörðustíg 12 lokaðar. Sjá nánanir opnunartíma á hinum búðunum hér.


Um tímabundið ástand er að ræða.