• JBB_neydarvarnir

Rauði krossinn á Íslandi aðstoðar Grænlendinga

12. júlí 2017

Jón Brynjar Birgisson, sviðsstjóri neyðarvarna hjá Rauða krossinum á Íslandi, fór til Grænlands mánudaginn 10. júlí sl. sem sendifulltrúi Rauða krossins til að aðstoða við skipulagningu hjálparstarfs í kjölfar flóðbylgjunnar sem átti sér stað við norðvesturströnd Grænlands fyrir nokkrum vikum síðan. „Það eru mörg aðkallandi verkefni sem liggja fyrir til að koma þolendum til aðstoðar“ segir Jón Brynjar, en hann er margreyndur neyðarstjórnandi og hefur komið að mörgum verkefnum er tengjast náttúruhamförum. Hann mun hafa aðsetur í bænum Uummannaq sem er einn af þeim bæjum sem varð fyrir flóðbylgju í kjölfar jarðskjálftanna.