Rauði krossinn auglýsir eftir mannauðsstjóra

16. maí 2019

Helstu verkefni:

· Þróun- og viðhald mannauðsstefnu og ferla í mannauðsmálum

· Aðstoð og ráðgjöf til stjórnenda og starfsmanna

· Aðstoð við ráðningar og starfslok

· Samskipti við stéttarfélög, framkvæmd kjarasamninga, réttindamál og aðbúnaður starfsmanna

· Umsjón með sí- og endurmenntun starfsmanna

· Ábyrgð á rekstri mötuneytis, afgreiðslu og húseignar

· Önnur tilfallandi verkefni

Menntunar- og hæfniskröfur:

· Framhaldsmenntun í mannauðsstjórnun eða önnur háskólamenntun sem nýtist í starfi

· Reynsla af mannauðsstjórnun

· Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum

· Góð færni í íslensku er skilyrði

· Sjálfstæði í störfum, faglegur metnaður, frumkvæði og góð skipulagshæfni

Mannauðsstjóri heyrir beint undir framkvæmdastjóra félagsins.

Umsóknafrestur er til 3. júní n.k. Umsóknir skulu sendar á netfangið starf@redcross.is

Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Nánari upplýsingar veitir Kristrún Pétursdóttir, aðstoðarmaður framkvæmdastjóra, kristrun@redcross.is