• P-ITA0984

Rauði krossinn aðstoðar við björgunaraðgerðir

Ítalski Rauði krossinn aðstoðar við björgunaraðgerðir eftir jarðskjálftann á Ítalíu 

24. ágúst 2016

Rauði krossinn á Ítalíu hefur sent björgunarstarfsfólk og sérþjálfaða björgunarhunda á vettvang til að aðstoðar í Mið-Ítalíu þar sem öflugur jarðskjálfti varð í nótt, klukkan 3.30 að staðartíma. Skjálftinn var 6,2 að stærð. Þegar þetta er skrifað er skrifað er ljóst að 38 létust og enn er um 150 saknað.

Einstaklega fagrir miðaldabæir, Amatrice, Accumoli og Arquata del Tronto, urðu verst úti í skjálftanum. Bæjarstjóri Amatrice, Sergio Pirozzi, segir að um þrjú af hverjum fjórum húsum bæjarins séu hrunin.

„Vegurirnir til bæjarins hafa liðast í sundur,“ sagði Pirozzi við fréttamann BBC. „Rúmlega helmingur bæjarins er hruninn.  Fólk er fast undir rústunum. Það hafa orðið aurskriður og við óttumst að brýr fari senn að falla.“ 

Talsmaður ítalska Rauða krossins, Tommaso Della Longa, segir mikilvægast að finna fólkið sem er enn á lífi í rústunum og koma því undir hendur heilbrigðisstarfsfólks. Um 20 sjúkrabílar Rauða krossins eru komnir á vettvang og þá hafa sjálfboðaliðar boðið fram krafta sína við að veita fórnarlömbum skjálftans sálfélagslegan stuðning. Búið er að opna fjöldahjálparstöðvar fyrir fólk á svæðinu sem hefur þurft að yfirgefa heimili sín. Þar fær fólk heitan mat, vatn og hreinlætisvörur auk þess sem svefnaðstaða verður gerð tilbúin.