Rauði krossinn fagnar ákvörðun háskólaráðs Háskóla Íslands um að hætta aldursgreiningum

11. mars 2020

Rauði krossinn fagnar ákvörðun Háskólaráðs Íslands um að hætta aldursgreiningum.

Rauði krossinn hefur um alllangt skeið gert athugasemdir við aldursgreiningar á vegum Útlendingastofnunar, en vísindamenn og fjölmargar stofnanir sem snerta á málefnum umsækjenda um alþjóðlega vernd hafa margoft lýst áhyggjum yfir áreiðanleika slíkra rannsókna.

Rauði krossinn hefur bent á að þeim aðferðum sem hefur verið beitt hér á landi við greiningu á aldri umsækjenda um alþjóðlega vernd uppfylli ekki skilyrði reglugerðar um útlendinga þar sem fram kemur að við greiningu á aldri skuli fara fram heildstætt mat á aðstæðum einstaklings og frásögn hans af ævi sinni. Niðurstöður tanngreininga í máli umsækjenda geta til að mynda aldrei verið nema einn þáttur í heildarmati á aldri þeirra.