• 14054317_1246727872006200_2866382801505184110_o

Rauði krossinn gegn matarsóun

Frábært verkefni í Belgíu

30. ágúst 2016

Deild Rauða krossins í Florenville í Belgíu kynnir til leiks frábært verkefni til að berjast gegn matarsóun. Le frigo-partagé“ eða deiliísskápurinn“ situr inni í litlu skýli í miðbæ Florenville. Hann gengur fyrir sólarrafhlöðu sem er ofan á skýlinu.

Í ísskápinn getur fólk komið fyrir matvælum, til dæmis ef afgangar verða eftir veislur, eftir hádegisverði í fyrirtækjum eða matvæli sem annars kynnu að skemmast þegar fjölskyldur fara í ferðalag. Bara svo nokkur dæmi séu tekin.

Fólk sem þarf á matvælum að halda getur gengið í ísskápinn og tekið það sem vantar, allt til að berjast gegn matarsóun.

Þetta er frábært framtak!