Rauði krossinn í Mosfellsbæ færði hælisleitendum reiðhjól

30. maí 2016

Mosfellsbæjardeild Rauða krossins færði hælisleitendum í Arnarholti á Kjalarnesi fimm reiðhjól ásamt hjálmum og lásum um helgina. Það er okkar von að það geri þeim auðveldara fyrir að fara ferða sinna því það eru minnst 2 kílómetrar að næsta strætóskýli eða yfir höfuð í einhverja þjónustu og enn lengra til dæmis í sund.


Stefnt er að því að fara með fleiri hjól til þeirra fljótlega ef vel gengur.