• IMG_8474

Rauði krossinn til taks á skátamóti

31. júlí 2017

Sjálfboðaliðar úr skyndihjálparhópi Rauða krossins hafa staðið í ströngu á 15th World Scout Moot Iceland undanfarna daga. Rauði krossinn setti upp tvö neyðarvarnartjöld við Úlfljótsvatn sem hýsa nú lítið sjúkrahús þangað sem 6000 skátar geta leitað og fengið skyndihjálp auk sálræns stuðnings.

Allt hefur gengið vel hingað til og samstarfið við skátana verið gott - auk þess sem veðrið hefur leikið við gestina sem gerir allt betra!

IMG_8480IMG_8484IMG_8486IMG_8461