Rauði krossinn tók á móti gjafakortum frá starfsfólki Landspítalans

14. apríl 2021

Starfsfólk Landspítalans gáfu Rauða krossinum nokkur sjö þúsund króna gjafabréf í skóbúðina Sketchers sem þau höfðu fengið í gjöf en vildu gefa áfram til fólks sem gæti nýtt sér þau.

Rauði krossinn hefur nú komið öllum gjafabréfunum áfram til skjólstæðinga sem skila kærum þökkum til starfsfólksins. 

Rauði krossinn þakkar einnig starfsfólki Landspítalans fyrir þetta hugulsama framtak.