• IMG_0265

Safnaði 20 þúsund krónum

8. júní 2016

Ásta Kristjánsdóttir nemandi í 10. bekk Vogaskóla hannaði eigin skartgripi og seldi fyrir 20 þúsund krónur sem renna eiga til flóttamannabarna. Var þetta hluti af verkefni sem hún vann í skólanum sínum og má með sanni segja að þetta sé stórglæsilegt hjá henni. Ef það er hægt að gefa hærra en 10 í einkunn á Ásta það svo sannarlega skilið. Takk Ásta fyrir frábært framlag.