Sameining deilda Rauða krossins í Reykjavík og Mosfellsbæ
Á nýliðnum aðalfundum Rauða krossins í Reykjavík og Rauða krossins í Mosfellsbæ var samþykkt að leggja niður deildirnar tvær og stofna nýja sameinaða deild. Í gær á velheppnuðum stofnfundi þessarar nýju deildar var ákveðið að hún skyldi heita Rauði krossinn á höfuðborgarsvæðinu.
Í stjórn voru kosinn:
Árni Gunnarsson formaður
Stjórnarmenn til tveggja ára:
Herdís Rós Kjartansdóttir varaformaður
Sveinbjörn Finnsson gjaldkeri
Belinda Karlsdóttir
Edda Jónsdóttir
Stjórnarmenn til eins árs:
Auður Loftsdóttir
Helga Sif Friðjónsdóttir
Varamenn:
Jón Ásgeirsson og
Ólafur Ingólfsson