• 2.s-sofnudu-pen-i-skolaverkefni

Samfélagsverkefni á Hornafirði

23. maí 2018

Börnin í 2.S í Grunnskóla Hornafjarðar voru í haust í samfélagsverkefni þar sem m.a. var fjallað um mismunandi aðbúnað barna í hinum ýmsu löndum, sjálfbærni og endurvinnslu og það hvernig við almennt umgöngumst jörðina okkar. Í framhaldi af þessum umræðum ákváðu börnin að safna peningum og gefa í Rauða krossinn og ein stúlka í bekknum bjó til söfnunarbauk úr notuðum djúsbrúsa og skreytti með endurunnum pappír.

Krakkarnir í 2.S óskuðu eftir því að peningur færi í hjálparstarf þar sem þörfin væri mest og fer því peningurinn til verkefna Rauða krossins í Malaví og er sá peningur meðal annars nýttur til þess að kaupa skólagögn.

Krakkarnir söfnuðu samtals kr. 6.807.- Og voru penningarnir afhentir Karli Lúðvíkssyni skyndihjálpaleiðbeinenda sem er með þeim á myndinni. 

Við þökkum þeim kærlega fyrir flott framtak!

Í 2.S. eru þau Alex Leví Gunnarsson, Ari Reynisson, Arnar Ingi Arens Sigfússon, Bergur Ingi Torfason, Björg Kristjánsdóttir, Björg Sveinsdóttir, Bryndís Jóna Valdimarsdóttir, Elías Bjarmi Eyþórsson, Emilía Ósk Jóhannsdóttir, Eydís Arna Guðnadóttir, Freyja Dís Tjörvadóttir, Gísli Ólafur Ægisson, Guðrún Vala Ingólfsdóttir, Hlynur Ingi Finnsson, Ívar Goði Bragason, Jón Birkir Stefánsson, Lejla Mujkic, Oliver Ævar Björgvinsson, Ólafur Steinar Helgason, Reynir Þór Pálsson, Rijad Zahirovic, Sóley Eir Eymundsdóttir, Sunna Dís Birgisdóttir og Þorgerður Jónsdóttir

Kennarar: Styrgerður Hanna Jóhannsdóttir og Jónína Aðalbjörg Baldvinsdóttir