• Samradshopur-afallamala-a-Austfjordum

Samráðshópur um áföll hittist

16. október 2017

Um land allt eru starfandi samráðshópar áfallamála.  Í þeim sitja fulltrúar Rauða krossins, heilbrigðisstofnana, kirkjunnar, lögreglunnar og sveitarfélaga. 

Markmið þeirra er að greina þarfir á sínum svæðum og undirbúa viðbrögð við alvarlegum atvikum eða náttúrhamförum sem hugsanlega gætu orðið. Tilgangur þess er að vinna áætlanir til að draga úr uppnámi sem skapast við slík áföll. Hóparnir hittast reglulega til að skiptast á upplýsingum og fræðast.  Annað hvert ár fer samráðshópur á landsvísu í heimókn til hópana um landið.  Þar gefst tækifæri til upprifjunar á ferlum, skoðanaskiptum og æfingum.  Nýverið lauk þessum heimsóknarhring á ferð til Egilsstaða.  Þar var góður hópur saman komin frá Austfjörðum.  

Hópurinn fór m.a. í gegnum skrifborðsæfingu þar sem rútuslys var sett á svið og plönuð viðbrögð samráðshópsins við slíku atviki.  Á myndinni má sjá fulltrúa samráðshópsins í lok æfingarinnar.

Sameiginlegur fræðsludagur fyrir alla samráðshópana svo haldinn annað hvert ár, næst vorið 2018.