• Tomboluban_sandra

Seldi origami-dreka í Hafnarfirði

Sandra Roszycka safnaði fyrir Rauða krossinn

14. nóvember 2016

Sandra Roszycka er átta ára Hafnfirðingur sem er einstaklega handlagin. Hún braut saman origami-dreka sem hana langaði að selja gegn vægu verði, allt til að styðja við öflugt mannúðarstarf Rauða krossins. 

Sandra gekk milli húsa við Öldugötu en þar býr hún einmitt sjálf. Nágrannar hennar tóku henni opnum örmum og tókst Söndru að safna 1265 krónum. 

Kærar þakkir, Sandra.