Seldu listaverk til styrktar Rauða krossinum

15. maí 2019

Listamennirnir Aldís Ögmundsdóttir og  Andri Ögmundsson, föndruðu og lituðu listaverk sem þau seldu í hverfinu sínu, Litla-Skerjafirði. Ágóðann, 5404 kr., afhentu þau Rauða krossinum.

Rauði krossinn þakkar þeim fyrir þetta frumlega framtak.