Seldu myndir til styrktar Rauða krossinum

19. febrúar 2019

Óliver Darri Karlsson, Kristófer Andri Birgisson og Guðmundur Þórðarson héldu tombólu í byrjun ársins og seldu myndir sem þeir gerðu í skólanum fyrir framan Krónuna í Vallarkór. Þeir gáfu Rauða Krossinum ágóðann af sölunni sem var alls 4.480 kr.

Rauði krossinn þakkar þeim kærlega fyrir framlagið.