Seldu veitingar á 17. júní

10. júlí 2019

Vinirnir Alexía Kristínardóttir Mixa og Hergill Frosti Friðriksson seldu marengstoppa, smákökur, djús og kaffi á 17. júní. Þau seldu veitingar fyrir 33.000 kr. sem þau gáfu Rauða krossinum að gjöf. 

Rauði krossinn þakkar Alexíu og Hergli fyrir þetta rausnarlega framlag.