• More_00006

Sendifulltrúi í Sambíu og Líberíu

14. desember 2017

Halldór Gíslason, verkefnastjóri á rekstrar- og upplýsingatæknisviði Íslandsbanka, er nýkominn heim frá Sambíu og Líberíu þar sem hann aðstoðaði þarlend Rauða kross félög við að bæta upplýsinga- og samskiptatækni sína. Mörg landsfélög Rauða kross hreyfingarinnar í Afríku eru illa stödd fjárhagslega og eiga erfitt með að byggja upp tæknilega getu sína. 

More_00012

Verkefnið sem Halldór tekur þátt í heitir Digital Divide og hefur þann tilgang að brúa hið stafræna bil, svo landsfélögin geti betur skipulagt, samhæft og stýrt hjálparstarfi  sínu, oft á svæðum sem erfitt er að ná til. Verkefnið hefur notið dyggs stuðnings utanríkisráðuneytisins.

Íslandsbanki og Rauði krossinn á Íslandi hófu samstarf um alþjóðlega þróunarsamvinnu árið 2016 og hefur Halldór farið nokkrar ferðir sem sendifulltrúi Rauða krossins. Samstarfið er hluti af verkefninu Hjálparhönd sem Íslandsbanki stendur fyrir, þar sem starfsmenn gefa að minnsta kosti einn dag á ári til góðgerðarstarfs. Þá hefur Utanríkisráðuneytið styrkt verkefnið myndarlega. 

Hér má sjá Halldór og starfsmenn Rauða krossins í Sambíu fyrir utan höfuðstöðvar Rauða kross félagsins.

Preview-lightbox-Group-photo-ZRCS,-NLRC,-ICR-20171027


Hér er Halldór fyrir utan höfuðstöðvar Rauða krossins í Líberíu ásamt starfsmönnum félagsins.

Preview-lightbox-Liberian-National-Red-Cross-Society-HQ-20171020-2