• Somalia_robert_financeteam_a

Sendifulltrúi í Sómalíu

28. ágúst 2017

 Róbert Þorsteinsson sendifulltrúi vann í Hargeisa-héraði í Sómalílandi í tvo mánuði í sumar þar sem hann starfaði sem fjármálaráðgjafi (e. finance delegate) í svokölluðu FACT teymi (Field Assesment Coordination Team) Alþjóðasambands Rauða krossins, IFRC.

Róbert sinnti ýmsum verkefnum með sómalska Rauða hálfmánanum, þjálfaði m.a. upp nýjan starfsmann í fjármáladeild sómalska Rauða hálfmánans auk þess að gera fjárhagsáætlanir og uppgjör fjárframlaga sem hafa komið frá Alþjóðasambandinu og landsfélögum Rauða krossins.

Somalia_flottafolkFólk sem hefur þurft að yfirgefa heimkynni sín í Sómalíu 

Auk þess að hafa sent bæði Róbert og Hlé Guðjónsson sem sendifulltrúa til Sómalíu hefur Rauði krossinn á Íslandi veitt tæpum 200 milljónum til verkefna Alþjóða Rauða krossins í Sómalíu, Suður-Súdan og Jemen vegna fæðuskorts í löndunum.

Þetta var önnur starfsferð Róberts fyrir Rauða krossinn en hefur alþjóðalega starfsreynslu m.a í Japan undanfarin ár þar sem hann er nú búsettur.

Somalia_hopmyndSjálfboðaliðar hjá sómalska Rauða hálfmánanum eftir vel heppnað námskeið.