Sendifulltrúi við störf í Mósambík

19. nóvember 2018

Halldór Gíslason, sendifulltrúi Rauða krossins og starfsmaður Íslandsbanka, hefur sent Rauða krossinum þessar áhugaverðu myndir úr starfi sínu í Mósambík fyrr í mánuðinum. 

Verkefnið sem Halldór átti aðkomu að leitast við að aðstoða Rauða kross landsfélög í Afríku að tölvu- og internetvæðast eða við að brúa hið stafræna bil eins og það er stundum kallað. Á myndunum má m.a. starfsstöðvarnar sem Halldór og fleiri unnu við í höfuðstöðvum Rauða krossins í Mósambík. 

Að verkinu loknu var svo tekin hópmynd með góðum hópi starfsmanna Rauða krossins.

Störf hans eru hluti af samstarfi Rauða krossins á Íslandi og Íslandsbanka, þar sem vinnuframlag þeirra er hluti af Hjálparhandaverkefni Íslandsbanka. Samstarfið byggir á því að sérfræðingar Íslandsbanka á ýmsum sviðum styðja við verkefni Rauða krossins með sérþekkingu sinni  og aðstoð á vettvangi. 

Mynd-1-HQ-003-

Mynd-2-HQ-fundur-003-