• 12647260_749886548475579_4730540730674889629_n

Sigurborg heklar fyrir börn í Hvíta - Rússlandi

3. febrúar 2016

Félag eldri borgara á Eskifirði eru sjálfboðaliðar í verkefninu Föt sem framlag og sjá um að framleiða ungbarnapakka sem sendir eru í hjálparstarf til Hvíta-Rússlands. Sigurborg er ein þeirra sem heklar teppi af miklum móð og er með vikuframleiðslu á myndinni.

Útbúnir voru 18.500 ungbarnapakkar á árinu 2015 og lögðu á fimmta hundruð sjálfboðaliða um land allt til vinnuframlag. Alls fóru þrír gámar til landsfélagsins í Hvíta-Rússlandi árið 2015 sem sér til þess að innihaldið berist fátækum barnafjölskyldum. Einnig var sendur fatnaður sem kemur úkraínskum flóttamönnum sem dvelja í Hvíta-Rússlandi til góða.