• 12697222_756329751164592_42459064641348760_o
    Áslaug Einarsdóttir og Helga Þorbergsdóttir auk Sveins Þorsteinssonar formanns Víkurdeildar, Kristínar Hjálmtýsdóttur framkvæmdastjóra Rauða krossins á Íslandi og Sveins Kristinssonar formanns Rauða krossins á Íslandi.

Sjálfboðaliðar í Vík fengu viðurkenningu

18. febrúar 2016

 Aðalfundur Víkurdeildar Rauða krossins var haldinn 17. febrúar. Á fundinn mættu Sveinn Kristinsson formaður og Kristín Hjálmtýsdóttir framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi.

 Starf deildarinnar var hefðbundið á síðasta starfsári, en þar skipa neyðarvarnir öndvegi eins og áður. Námskeið í skyndihjálp eru alltaf á dagskrá, sjálfboðaliðar heimsækja heimilisfólk í Hjallatúni, Dvalarheimili aldraðra í Vík, og taka í spil og spjalla. Þeir eru alltaf kærkomnir gestir og allir ánægðir.

 Á fundinum voru veittar þrjár viðurkenningar fyrir öflugt sjálfboðastarf og stuðning við deildina.  Eftirfarandi hlutu viðurkenningu: Áslaug Einarsdóttir fyrir öflugt sjálfboðastarf til margra ára, Helga Þorbergsdóttir fyrir útbreiðslu skyndihjálpar og öflugt sjálfboðastarf á vegum deildarinnar og Auðbert og Vigfús - vöruflutningar fyrir stuðning þeirra við starfsemi deildarinnar en þeir hafa til margra ára flutt allan fatnað sem borist hefur í fatagámana endurgjaldslaust og auk þess lánað vélar og tæki til frágangs fatasendinganna.

 Fundarmenn fengu stutta kynningu á samstarfi deildarinnar við slökkviliðið í Vík og sýnd var sameiginleg aðstaða til funda og fræðslu. Á þessi nýja aðstaða eflaust eftir að efla starf deildarinnar á margan hátt í framtíðinni.