Sjálfboðaliðar óskast!

8. maí 2017

Áttu gott með að tala við fólk? Viltu hjálpa öðrum?

Hjálparsími Rauða krossins 1717 og netspjallið auglýsir eftir sjálfboðaliðum. Allir nýir sjálfboðaliðar fara í gegnum námskeið og þjálfun áður en þeir hefja störf. Aldurstakmark er 23 ár og farið er fram á hreint sakavottorð. Sjálfboðaliðar þurfa að geta hafið störf sem fyrst og tekið vaktir í sumar.

Nánari upplýsingar veitir Hanna Ólafsdóttir í gegnum netfangið hanna@redcross.is.

Ég vil gerast sjálfboðaliði núna!

Frekari upplýsingar um Hjálparsímann 1717 og netspjallið má finna hér.