Sjálfboðaliðaþing 2017

Um 150 manns af landinu öllu

6. maí 2017

Sjálfboðaliðaþing Rauða krossins er haldið hátíðlegt í dag. Um 150 sjálfboðaliðar af landinu öllu koma saman og deila upplifun sinni og hugmyndum. 

Yfirskrift dagsins er Dagur í lífi Rauða krossins og áhersla á að kynna þau fjöldamörgu verkefni sem starfrækt eru á landinu öllu, s.s. verkefni til að koma í veg fyrir félagslega einangrun, ýmis verkefni er varða hælisleitendur og innflytjendur, fataverkefni, neyðarvarnir o.fl. o.fl.

Vinnustundir sjálfboðaliða Rauða krossins á ósköp venjulegum degi, þann 25. október sl., voru teknar saman. 347 sjálfboðaliðar um allt land gáfu vinnu sína þennan dag og unnu alls 762,5 klukkustundir – þennan eina dag! Það samsvarar tæplega 100 manns í vinnu heilan vinnudag.

Ef þessi fjöldi vinnustunda er reiknaður yfir á virka vinnudaga, þá er árlegt framlag Rauða krossins til samfélagsins, aðeins í formi vinnu sjálfboðaliða um 450 milljónir króna, varlega áætlað. (miðað við 450.000 kr. meðallaun)

Hér er myndband sem frumsýnt var við setningu sjálfboðaliðaþingsins þar sem fjöldi verkefna er sýndur, notenda og sjálfboðaliða en hvergi nærri öll verkefni upp talin sem Rauði krossinn á Íslandi sinnir í starfi sínu.

https://www.youtube.com/watch?v=vBCJC5QY4w0