Skráning hafin á Börn og umhverfi námskeiðin

24. febrúar 2016

Börn og umhverfi námskeiðin eru alltaf jafn vinsæl og er skráning nú komin á fullt. Rauði krossinn í Kópavogi er búinn að setja upp fjögur námskeið þetta vorið, 7.-10. mars, 4.-7. apríl, 9.-12. maí og 23.-26. maí. Við hvetjum ykkur til að skrá ykkur sem fyrst því í fyrra komust færri að en vildu. 

 Námskeiðið er ætlað ungmennum fædd á árinu 2004 og eldri. (12 ára og eldri).

 Á námskeiðinu er farið í ýmsa þætti sem varða umgengni og framkomu við börn. Rætt er um árangursrík samskipti, aga, umönnun og hollar lífsvenjur, leiki og leikföng. Lögð er áhersla á umfjöllun um slysavarnir og algengar slysahættur í umhverfinu ásamt kennslu í skyndihjálp. Að auki fá þátttakendur innsýn í sögu og starf Rauða krossins.

Inn á www.skyndihjalp.is  má sjá yfirlit yfir öll námskeið og nánari upplýsingar um hvert námskeið. Skráningarhlekk má finna undir hverju námskeiði fyrir sig.