Smíðuðu nammivél

20. september 2018

Vinirnir Karl, Jónas, Bragi og Sigríður Dúna notuðu hugvitið heldur betur og smíðuðu nammivél úr pappakössum og seldu sælgæti til styrktar Rauða krossinum. Söfnunin fór fram við Langholtsskóla og söfnuðust alls 5.098kr.

Rauði krossinn þakkar þeim kærlega fyrir stuðninginn og þessa frábæru hugmyndaauðgi!