• 2020-03-06-10_56_55-Window

Sóttvarnarhús opnar að nýju í dag

Sjúkratryggingar Íslands hafa óskað eftir aðkomu Rauða krossins

14. júní 2020

Rauði krossinn opnar að nýju sóttavarnarhús við Rauðarárstíg í dag. Sjúkratryggingar Íslands hafa einnig óskað eftir því að Rauði krossinn sjái um rekstur á slíkum húsum á Akureyri og Egilsstöðum en sóttvarnarhús var opnað í stuttan tíma í mars á Akureyri .

Rauði krossinn lokaði sóttvarnarhúsinu við Rauðarárstíg í maí en mun nú starfrækja það að nýju þegar landamæri opnast. Fyrst um sinn munu sjálfboðaliðar sjá um vaktir í húsinu líkt og síðastliðna mánuði.

„Sjálfboðaliðar og starfsfólk er tilbúið til að sinna þessu sem verkefni, sem var og er krefjandi. Það gekk afar vel í vetur og ég þess fullviss að svo verði líka nú“ segir Kristín S. Hjálmtýsdóttir, framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi.