• Red_cross_needs_you

Starfskraftur óskast: forstöðukona Konukots

Auglýst er eftir nýrri forstöðukonu

8. nóvember 2016

Rauði krossinn í Reykjavík vill ráða forstöðukonu í Konukot, næturathvarf fyrir húsnæðislausar konur í Reykjavík. Forstöðukona ber ábyrgð á rekstri og faglegri vinnu í athvarfinu og þeirri einstaklingsmiðuðu þjónustu við gesti sem starfskonur og sjálfboðaliðar veita.

Menntunar- og hæfniskröfur:


  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi
  • Stjórnunarreynsla
  • Reynsla af vinnu með jaðarsettum hópum
  • Þekking á hugmyndafræði skaðaminnkunar
  • Góð færni í samtalsaðferðum  
  • Fordómaleysi og umburðarlyndi í garð notenda athvarfsins


Forstöðukona Konukots stýrir starfi sex starfskvenna og um 50 sjálfboðaliða í samræmi við kröfulýsingu Reykjavíkurborgar um rekstur Konukots. Auk stjórnunarstarfa krefst starfið mikilla samskipta við gesti og opinbera aðila.

Forstöðukona Konukots þarf að vera sveigjanleg, lausnamiðuð, jákvæð og geta unnið óhefðbundinn vinnutíma að einhverju marki. Næsti yfirmaður er forstöðumaður Rauða krossins í Reykjavík.

Umsóknarfrestur til: 15. nóvember 2016
Hagvangur sér um umsóknarferlið, en hægt er að sækja um hér.