Stofnun styrkarsjóðs

29. júní 2018

Rauði krossinn á Íslandi stofnar sjóð til styrktar þeim sem búa við sárafátækt

Á aðalfundi Rauða krossins þann 26. maí 2018 var samþykkt að stofna sjóð til styrktar þeim sem búa við sárafátækt. Stofnframlag sjóðsins verður 100 milljónir króna.

Um er að ræða tímabundið átak sem verður endurmetið á árinu 2020. Sjóðurinn er til styktar öllum þeim sem búa við sárafátækt, hvar sem er á landinu.

Undirbúningur að stofnun sjóðsins er þegar hafinn og fyrirhugað er að sjóðurinn taki formlega til starfa í byrjun árs 2019. Stofnaður verður starfshópur fagaðila er koma að þjónustu við þá sem búa við sárafátækt og í samráð haft við fólk sem hefur upplifað fátækt.

Hlutverk Rauða krossins á Íslandi er að styðja og vera málsvari fyrir þá sem minnst mega sín. Sérstök áhersla verður lögð á að aðstoða barnafjölskyldur og eldri borgara er búa við sárafátækt.