• 17430726_10211046740716888_999482921_o

Rauði krossinn á Íslandi vill ráða tvo mikilvæga liðsmenn.

1. desember 2017

Rauði krossinn á Íslandi vill ráða tvo mikilvæga liðsmenn.

Sviðsstjóri Fjáröflunar og kynningarmála

Ábyrgðasvið

• Fjáröflun til mannúðarstarfs félagsins
• Kynningar- og markaðsmál
• Stefnumótun, markmiðasetning, áætlanagerð og stjórnun

Hæfnikröfur

• Háskólapróf á sviði viðskipta, markaðsmála eða tengdra greina
• A.m.k. 5 ára starfsreynsla
• Sjálfstæði, fagmennska og skipulögð vinnubrögð
• Frumkvæði og lausnamiðuð hugsun
• Framúrskarandi samskiptahæfni
• Mjög góð rit- og talfærni á íslensku og ensku

Rekstrarstjóri Fataverkefnis

Ábyrgðasvið

• Yfirumsjón með fataverkefni félagsins, þ.m.t. söfnun, flokkun og sölu fatnaðar í verslunum Rauða krossins um allt land
• Viðskiptaþróun, markmiðasetning, áætlanagerð og stjórnun
• Stuðningur við deildir og sjálfboðaliða félagsins
• Gæðastjórnun

Hæfnikröfur

• Háskólapróf á sviði viðskipta, markaðsmála eða tengdra greina
• Rekstrarreynsla/reynsla af verslunarrekstri
• Sjálfstæði, fagmennska og skipulögð vinnubrögð
• Frumkvæði og lausnamiðuð hugsun
• Lipurð í samskiptum og jákvætt hugarfar
• Ástríða fyrir tísku og endurnýtingu fatnaðar er kostur
• Reynsla af vinnu með sjálfboðaliðum er kostur


Umsóknarfrestur er til og með 29. desember nk. Umsækjendur eru vinsamlegast beðnir um að senda umsókn á netfangið starf@redcross.is . Umsókn skal fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.
Allar nánari upplýsingar veitir Dögg Guðmundsdóttir – dogg@redcross.is 


Rauði krossinn á Íslandi er félag sjálfboðaliða sem stendur vörð um mannréttindi og virðingu einstaklinga og vinnur að verkefnum sem snúa að félagslegu öryggi og neyðarvörnum vegna áfalla og hamfara. Meginhlutverk Rauða krossins á Íslandi er að bregðast við hvers konar neyð hvort heldur er af náttúru- eða mannavöldum, standa vörð um og aðstoða þá sem verst eru staddir í samfélaginu og veita aðstoð er gerir fólk hæfara til að takast á við erfiðleika og bregðast við áföllum. Félagar í Rauða krossinum á Íslandi eru yfir 20 þúsund og skráðir sjálfboðaliðar yfir 3000 sem starfa í 42 deildum um land allt. Rauði krossinn er elsta og umfangsmesta mannúðarhreyfing í heimi með um 100 milljónir félagsmanna og sjálfboðaliða í 192 löndum.