• 20141121_093151

Styður færanlega heilsugæslu í Sómalíu

4. apríl 2016

Rauði krossinn á Íslandi styrkir færanlega heilsugæslu í Sómalíu. Héraðs- og Borgarfjarðardeild Rauða krossins er ein deild sem styður verkefnið og hefur lagt því lið með 900.000 króna framlagi á síðustu mánuðum. Framlagið tryggir heilsugæslunni hjúkrunarvörur og lyf í eitt ár, en deildin leggur árlega til fjármagn af söfnunarfé sínu til erlendra verkefna og varð heilsugæslan í Sómalíu fyrir valinu í ár.

Heilsugæslan er rekin af Rauða hálfmánanum í Sómalíu og samanstendur meðal annars af hjúkrunarfræðingi, ljósmóður og félagsráðgjafa sem ferðast um á bíl á milli hirðingjasamfélaga og veita íbúum grunnheilbrigðisþjónustu. Heilsugæslan þjónar um 30.000 íbúum Ghalbeed héraðs í Sómalíu og er sú eina á svæðinu.

Barnadauði í Sómalíu er meðal þess sem mest gerist í heiminum. Ásamt almennri heilsugæslu, leggur heilsugæslan því sérstaka áherslu á þjónustu við barnshafandi konur og börn í formi bólusetninga ásamt aðstoð við foreldra hvað varðar næringu barna. Heilsugæslan bætir því verulega lífslíkur íbúa héraðsins.