• IMG_2902

Styrkur frá Kaffitári

7. febrúar 2018

Kaffitár afhenti ágóða af sölu á Hátíðarkaffi sem selt var fyrir jólin við skemmtilega athöfn í Perlunni í morgun. Hátíðarkaffið kemur frá Mjanmar, en um 600.000 einstaklingar hafa flúið frá Mjanmar til Bangladess síðan í ágúst sl. 
Alls nam styrkurinn um 1.057.000 krónum sem mun nýtast vel svo hægt sé að bjarga fleiri mannslífum og aðstoða fólk í erfiðum aðstæðum. Takk fyrir okkur, Kaffitár!

IMG_2914