Suður-Súdan - land á krossgötum

Fyrirlestur í húsi Rauða krossins, Efstaleiti 9, miðvikudaginn 25. janúar kl. 8.30-9.30

20. janúar 2017

Fyrirlestur í húsi Rauða krossins, Efstaleiti 9, miðvikudaginn 25. janúar kl. 8.30-9.30.

Hjúkrunarfræðingarnir Áslaug Arnoldsdóttir og Helga Pálmadóttir segja frá störfum sínum og aðstæðum í Suður Súdan. Einnig munu Magna Björk Ólafsdóttir hjúkrunafræðingur og Hólmfríður Garðarsdóttir ljósmóðir taka þátt í pallborðsumræðum eftir erindin.

Suður Súdan fékk sjálfstæði 2011 en þetta yngsta ríki heims hefur búið við nær samfelld stríðsátök frá 2013. Um 300 þúsund manns hafa fallið í átökunum og um tvær milljónir eru á flótta. Alþjóða Rauði krossinn hefur verið starfandi í landinu frá upphafi sjálfstæðis þess og þar er að finna eina stærstu sendinefnd samtakanna í einu landi.

Allir hjartanlega velkomnir. 

Svo hægt sé að áætla fjölda er mælst til þess að fólk skrái sig hér.