• L116_2

Sumarstarfsmaður óskast!

Rauði krossinn á höfuðborgarsvæðinu

14. maí 2016

Sumarstarfsmaður óskast í fataverslanir Rauða krossins í 100% starf í júní, júlí og ágúst.

Rauði krossinn á höfuðborgarsvæðinu rekur 5 fatabúðir með notuð föt. Tveir starfsmenn vinna við rekstur og utanumhald búðanna og 110 virkra sjálfboðaliða í viku hverri.

Meðal verkefna er

 

 • Umsjón og þjálfun sjálfboðaliða
 • Mönnun fatabúða og vaktir
 • Verðlagning og framstilling
 • Útkeyrsla á fatnaði
 • Kynningarmál og útstillingar

 

 Hæfniskröfur

 

 • Þekking á starfi og hugsjónagrundvelli Rauða krossins
 • Reynsla af vinnu með sjálfboðaliðum
 • Þekking/reynsla af verslunarrekstri
 • Góðir samskiptahæfinleikar
 • Gild ökuréttindi
 • Geta til að nota samfélagsmiðla til kynninga

 

Áhugasamir sendi fyrirspurnir, ferilskrá og kynningarbréf á Söndru, verkefnisstjóra fatabúðanna, á netfangið [email protected] fyrir 22.5. 2016.