• Taekifaeri_arngunnur-brons

Tækifæri - valdeflandi verkefni

22. júní 2018

Arngunnur Ýr Magnúsdóttir varð á dögunum fyrst til þess að klára „bronsstigið“ í verkefninu Tækifæri sem starfrækt er hjá Rauða krossinum í Hafnarfirði og Garðabæ.

Tækifæri er valdeflandi verkefni fyrir ungt fólk þar sem það fær tækifæri til þess að velja sér verkefni og viðfangsefni og vaxa og þroskast sem einstaklingar. Verkefnið er fyrir unga einstaklinga sem eru án vinnu og ekki í námi og vilja styrkja sig sem einstaklingar.

Í verkefninu eru átta flokkar:

 • Íþróttir, tómstundir og heilsa
 • Útivist
 • Samfélagsþjónusta
 • Samskipti
 • Einstaklingsþroski
 • Rauði krossinn
 • Umhverfisvitund
 • Þekking á alþjóðamálefnum og menningu

Í þessum flokkum eru sett markmið og verðlaun veitt á þremur stigum:

 • Brons
 • Silfur
 • Gull

Til þess að komast upp á næsta sig þarf að ljúka verkefnum og markmiðum í sex af átta flokkum. Á næsta sigi er svo farið lengra með þau verkefni sem unnið hefur verið með og ný markmið sett.
Arngunnur setti sér ný markmið í hverri viku en meðal verkefna sem hún vann að var að fara á skyndihjálparnámskeið og kynna sér og skrifa um plast í sjónum og hlýnun jarðar.

Langar þig að taka þátt í Tækifæri eða þekkir þú einhvern sem gæti nýtt sér það? 
Hafðu samband við Hörð verkefnastjóra í síma 694 1281 eða á [email protected].