„Það að vera einmanna er ekkert til að fela“

17. apríl 2020

Silja Ingólfsdóttir deildarstjóri Rauða krossins í Kópavogi mætti á upplýsingafund almannavarna í dag og ræddi um félagslega einangrun og einmanaleika sem er hætt við að aukist á tímum sem þessum.

Hér má sjá Silju tala um einmannaleika á upplýsingafundi almannavarna. 

„Það er staðreynd að langvarandi félagsleg einangrun hefur slæm áhrif á heilsuna, bæði líkamlega og andlega, og vonandi þurfum við fæst að glíma við þetta leng.“

Rauði krossinn minnir á Hjálparsímann 1717 og netspjallið en þar er hægt að fá aðstoð, upplýsingar og hlustun. Ekkert vandamál er of lítið eða stórt fyrir 1717.

Einnig er hægt að fá tímabundinn Símavin, þar sem sjálfboðaliðar hringja í fólk og spjalla í stutta stund, daglega. 

____________
Verkefni Rauða krossins í Covid-faraldri.

Breytingar á verkefnum og þjónustu Rauða krossins.

Leggja Rauða krossinum lið á tímum COVID-19.