Þér er boðið í bíó! / You are invited to the movies!

20. apríl 2017

 [English below]

Rauði krossinn í samstarfi við Bíó Paradís býður sjálfboðaliðum sínum, starfsfólki, skjólstæðingum og öðrum í bíó á gamanmyndina Velkomin til Noregs nú á föstudag. Myndin snertir okkur hér á landi rétt eins og aðra nú um mundir. Myndin fjallar um mann sem breytir hóteli sem hann rekur í athvarf fyrir flóttamenn og hælisleitendur, þrátt fyrir tortryggni sína í garð útlendinga.

Það getur verið gott að horfa á aðstæður frá spaugilegum hliðum og er þess vegna blásið til þessarar sýningar fyrir þá sem að þessum málum koma hér á landi og verður myndin sýnd með enskum texta í þetta eina skipti svo að fólk frá mismunandi heimshornum fái notið hennar.

Við getum öll komið saman og horft á alvöruna frá spaugilegum hliðum.
Hér má sjá stiklu úr myndinni.

Hvað? Velkomin til Noregs
Hvar? Bíó Paradís, Hverfisgötu.
Hvenær? Föstudaginn 21. apríl kl. 18.00
Frítt inn meðan húsrúm leyfir.
Myndin er á norsku (auk ýmissa annarra tungumála) með enskum texta. Athugið að myndin er almennt sýnd með íslenskum texta en í þetta eina sinn verður enskur texti.

----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

The Icelandic Red Cross in collaboration with Bíó Paradís invites volunteers, staff and other interested to see the film Welcome to Norway.

The film is about Petter Primus, a man with big plans, but things rarely turn out the way he hopes. At risk of losing both his hotel and family, he gets an idea that will save it all: he converts the hotel into a refugee asylum center, despite his general skepticism toward foreigners. But when the first bus loaded with asylum seekers arrives at his shabby hotel the challenges begin. Fifty freezing refugees, one over-enthusiastic African, the Norwegian Directorate of Immigration, a depressed wife and a teenage daughter quickly become more than he can handle.

We can all come together and watch this film about serious issues from a funny perspective.
Here you can see a trailer from the movie

What? Welcome to Noway
Where? Bíó Paradís, Hverfisgötu (bus stop Bíó Paradís)
When? Friday 21st of April at 18.00
Free admission as long as seats are available.
The movie is in Norwegian (and several other languages) with English subtitles. Only english subtitles this one time, as it is normally with Icelandic subtitles.