Þingflokkur Miðflokksins í heimsókn
Góður fundur með þingmönnunum
Rauði krossinn tók á móti þingmönnum úr Miðflokknum föstudaginn sl. Fengu þingmenn fræðslu um starfsemi Rauða krossins og rætt var um ýmis málefni, m.a. grundvallarhugsjónir Rauða krossins, móttöku flóttafólks, sjúkrabíla og fleira. Afskaplega góðar og áhugaverðar umræður sköpuðust.
Rauði krossinn hefur nú hitt sex af átta þingflokkum og er stefnt að því að hitta alla þingflokka á allra næstu vikum.
- Eldra
- Nýrra