• Thjodahatid-sudavik-2

Þjóðhátíð í Súðavík

26. febrúar 2018

Súðavíkurþorpið er lítið en þar býr samheldið fólk sem hefur gaman af að hittast og gera sér glaðan dag. 

Þar er líka sterk Rauða kross deild sem vinnur náið með sveitarfélaginu að góðum verkenfum með íbúunum. 

Laugardagskvöldið 20. febrúar var blásið til veislu í Samkomuhúsinu þar sem fólk frá 11 þjóðlöndum, búsett í þorpinu, bauð upp á rétti frá sínum heimalöndum. Ekki eru margir einstaklingar frá hverju landi - en þar er valinn maður í hverju rúmi. 

Thjodahatid-sudavik-1

Dýrindis, framandi réttir runnu ljúflega í maga viðstaddra undir tónlist og frásögnum veisluhaldara. Súðvíkingar eiga sér fulltrúa frá Hollandi, Noregi, Suður Afríku, Portúgal, Frakklandi, Þýskalandi, Bandaríkjunum, Póllandi, Tælandi, Búlgaríu og Bretlandi. Geri aðrir betur! 

Von bráðar fjölgar svo um eina þjóð í viðbót þegar sex manna flóttafjölskylda frá Írak bætist í hópinn.

Thjodahatid-sudavik-3