Þjónustufulltrúi í afgreiðslu óskast

11. júní 2019

Rauði krossinn á Íslandi óskar eftir þjónustufulltrúa í afgreiðslu félagsins að Efstaleiti 9. Óskað er eftir jákvæðum og þjónustuliprum einstaklingi sem hefur gaman af að umgangast fólk. Í boði er fjölbreytt og áhugavert starf fyrir réttan aðila. Um er að ræða hlutastarf, þar sem unnið er frá kl. 10:00-16:00 mánudaga til fimmtudaga en til kl. 15:00 á föstudögum.

Helstu verkefni

  • Almenn störf í afgreiðslu, s.s. móttaka gesta og símsvörun
  • Veita upplýsingar um starfsemi Rauða krossins
  • Skráning þátttakenda á námskeið Rauða krossins
  • Frágangur á pósti, móttaka pantana og gerð reikninga
  • Önnur tilfallandi störf

Hæfnikröfur

  • Rík samskiptahæfni og þjónustulund
  • Góð tölvukunnátta
  • Áhugi að vinna með fólki frá mismunandi menningarheimum
  • Mjög góð íslensku- og enskukunnátta, þekking á öðrum tungumálum er kostur
  • Þekking á málefnum og starfi Rauða krossins er kostur

Æskilegt að viðkomandi gæti hafið störf sem allra fyrst. Umsóknarfrestur er til 18. júní n.k. Sótt er um starfið á  Alfreð.

Nánari upplýsingar veitir Kristrún Pétursdóttir, kristrun@redcross.is