• Throttaraborn

Þróttarasystkini gáfu til mannúðarstarfs

Seldu miða og gáfu sparifé

2. janúar 2017

Elísabet Yrsa, Emil Orri og Elvar Ari Viktorsbörn eru hressir Þróttarar með einstaklega gott hjartalag. 


Hún Elísabet Yrsa gaf  sinn hluta af miðasölu fyrir Þrótt en þar safnaði hún 11.000 krónum! Þeir  Emil Orri og Elvar Ari vildu einnig leggja til góðra mála og tæmdu sparibaukinn sinn en þar voru samtals 1.798 kr.  


Við þökkum þeim kærlega fyrir frábært framtak.