Tombóla á Akureyri

29. mars 2019

Þessar duglegu stúlkur, Kristjana Bella Kristjánsdóttir, Erla Antonía Hjörleifsdóttir og Amelía Anna Söndrudóttir, héldu tombólu við Hagkaup og Hrísalund á Akureyri og gáfu Rauða krossinum við Eyjafjörð afraksturinn, 9.244 krónur. 

Rauði krossinn þakkar þeim kærlega fyrir framlagið.