Tombóla á Akureyri

Stúlknahópur safnar fyrir Rauða krossinn

24. september 2018

Þessar hressu stelpur, þær Anna Björg Steinþórsdóttir, Ásta Ninna Reynisdóttir, Inga Karen Björgvinsdóttir, Karlotta Klara Helgadóttir, Sól Björnsdóttir og Þórhildur Eva Helgadóttir héldu tombólu fyrir utan Krambúðina á Byggðarvegi á Akureyri og söfnuðu  8487 kr. sem þær færðu Eyjafjarðardeild Rauða krossins söfnunarféð. Við þökkum stelpunum kærlega fyrir framlagið.